Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri

Undirritaður hefur verið samningur á milli Skátafélagsins Arnarins og Grundarfjarðarbæjar þess efnis að skátafélagið sjái um að flagga á fánastöngum við heilsugæsluna og bæjarskrifstofuna.

Samningurinn gildir til næstu áramóta og verður hann þá endurskoðaður í ljósi reynslunnar.

Skátar munu flagga á opinberum fánadögum og við önnur tilefni sem sjá má hér að neðan og í reit á heimasíðu bæjarins. Íbúar eru eindregið hvattir til að flagga íslenska fánanum á sömu dögum.