Skautasvell Grundfirðinga

Grundarfjarðarbær býður börnum og fullorðnum að koma og skauta.  Búið er að sprauta vatni yfir bílastæðið efst á Borgarbraut, gegnt grunnskólanum, og hefur myndast þar skautasvell. Svellið líður aðeins fyrir það að við höfum ekki snjó yfir öllu, eins og í fyrra, en vonandi geta einhverjir nýtt sér það meðan frostið varir.

Það er tilvalið að nýta fallega veðrið sem er í dag og skella sér á skauta.

Verið öll velkomin - en athugið, að skautafólk er þarna á eigin ábyrgð.