Skautasvell Grundfirðinga

Í veðurblíðunni og frostinu í síðustu viku var hægt að skella sér á skautasvellið í Grundarfirði. Það er heimatilbúið þegar aðstæður leyfa, á bílaplaninu gegnt grunnskólanum. Eins og þekkt er, gera veðurbreytingar það að verkum að svellið er ekki eins varanlegt og við myndum vilja. 

 

Gummi hjá slökkviliðinu var í dag að sprauta meira vatni á svæðið og verðum við bara að vona að frost haldist, svo hægt sé að skella sér á skauta.