Skemmtiferðaskipið Ocean Monarc kemur til hafnar hér í Grundarfirði í dag. Þetta er seinni koma skipsins, en það kom hingað þriðjudaginn 8.júlí sl. Skipið er mjög stórt og getur því ekki lagst upp að bryggju og því verða farþegar þess ferjaðir í land. Stoppið verður frekar stutt, en áætlaður komutími er kl. 12:00 og brottför kl. 19:00.

Í tilefni komunnar verður knattspyrnuleikur á milli áhafnarinnar og liðs Grundfirðinga kl. 15:00.

Á sunnudaginn kemur til hafnar skemmtiferðaskiptið Hanseatic. Farþegar og áhöfn verða hvött til að taka þátt í dagskrá dagsins.