Til Grundarfjarðar komu í sumar átta skemmtiferðaskip. Um borð í þessum skipum voru um 2.000 gestir og að auki hafa skipurleggjendur móttöku áætlað að starfsmenn hafi verið á bilinu 800-1000.

 

Móttökunefndin boðar til fundar í sögumiðstöðinni, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 þar sem spjallað verður um hvernig til tókst með móttöku skemmtiferðaskipanna í sumar og áframhaldið fyrir næstu ár.