Fimmtudaginn 7.ágúst n.k. kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.

Eins og áður er unnið að því að skipuleggja komu skipsins og eru allir þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband við Shelagh í síma 696-3041 eða Johönnu í síma 691-1769

Dagskrá skemmtiferðaskipa sumarið 2003