Skemmtiferðaskipið Le Diamant kom til Grundarfjarðarhafnar kl. 13:00 í dag. Farþegar á skipinu eru um 200 talsins og fór meirihluti hópsins í ferð kringum Snæfellsjökul í dag. Farþegarnir eru allir franskir. Skipið leggur úr höfn kl. 20:00 í kvöld.

Silja Rán, Erna, Guðlaug og Alma Jenný tóku prúðbúnar á móti farþegum skipsins

Le Diamant

Eyþór Garðarsson, starfandi hafnarvörður, hafði í nógu að snúast þegar skipið var að leggjast upp að bryggjunni

Farþegar skipsins á gangi upp bryggjuna