Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist upp að í Grundarfjarðarhöfn kl. 8 í morgun. Á skipinu eru um 350 farþegar, flestir frá Þýskalandi, og 170 manna áhöfn. Á bryggjunni biðu farþeganna rútur sem keyra með þá út fyrir Snæfellsjökul í dag. Áætlaður brottfarartími skipsins er kl. 14 í dag.

Skemmtiferðaskipið Columbus í Grundarfjarðarhöfn í morgun
 

Sjá fleiri myndir í myndabankanum!