Á morgun 3. júlí kemur til Grundarfjarðarhafnar farþegaskipið Paloma. Skipið er frá Þýskalandi og er meðal tveggja stærstu skipanna sem koma til Grundarfjarðar í sumar. Farþegar skipsins eru um 310. Skipið staldrar stutt við, kemur kl. 08:00 og fer kl. 14:00.

Við komu skipsins mæta leikskólabörn niður á höfn og syngja nokkur lög. Kynningarbás verður á staðnum, þar sem farþegar og áhöfn geta fengið upplýsingar um það sem bærinn býður upp á. Áður en skipið siglir úr höfn verða tónlistaratriði á hafnarsvæðinu auk þess sem konur mæta í íslenska þjóðbúningnum. Grundfirðingar eru hvattir til þess að taka vel á móti fólkinu og vera bæ sínum til sóma.

Fyrir okkur sem verður ekki boðið um borð má sjá myndir og ýmsar upplýsingar um skipið á slóðinni http://www.hansatouristik.de

Í valmynd til vinstri á síðunni er smellt á “Die Shiffe” og svo “MS Paloma” á valmyndinni sem þá birtist.