Nú í morgun kom MV Princess Danae í Grundarfjörð. Skipið er meðalstórt skip, um 16.531 tonn, og hefur verið nýtt sem skemmtiferðaskip síðan 1972. Hún ber 560 farþega og 240 í áhöfn.  Flestir farþeganna fóru í rútuferð í kringum jökul.

 Í fyrramálið leggst MV Columbus að bryggju. Þetta skip er orðinn fastagestur hérna hjá okkur og margir heimamenn farnir að þekkja það í sjón. Þetta 14.903 tonna skip ber 410 farþega og í áhöfn eru 170.

Móttökuhópur Grundarfjarðarhafnar skipulagði sýningar báða dagana klukkan 11:00 í Sögumiðstöðinni. Þeir sem ekki hafa enn séð hvernig tekið er á móti gestum skemmtiferðaskipanna ættu að drífa sig því það eru aðeins tvær skipakomur eftir.