Skemmtiferðaskipið Columbus kemur til hafnar hér í Grundarfirði á morgun, laugardaginn 26.júní kl. 08:00. Að venju verður tekið á móti áhöfn og farþegum við komu skipsins. Gestum verður boðið að heimsækja Sögumiðstöð og fá þar að kynnast sögu bæjarins í myndum og máli. Af þessu tilefni verða verslanir og þjónustustaðir með lengri opnunartíma þennan dag.

Sjá nánar (english)