Skemmtiferðaskipið Funchal kemur til hafnar hér í Grundarfirði í fyrramálið kl. 08:00. Skipið verður hér allan daginn og fer aftur kl. 20:00. Kl. 15:30 verður knattspyrnuleikur milli áhafnar Funchal og grundfirskra pilta á fótboltavellinum.

Grundfirðingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja sína menn til dáða!