Vinningshurðin er af Rúdolf hreindýri sem mistókst lending á Kirkjufellinu.

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í skólum bæjarins og ekki síst á aðventunni. Í dag voru tilkynnt úrslit í jólahurðasamkeppni grunnskólans en nemendur höfðu með aðstoð kennara sinna skreytt alls 18 hurðir í skólanum. 

Þessi hurð hreppti annað sætið í jólahurðasamkeppninni enda heilmikil og góð vinna að baki þessu listaverki.

Dómnefndina skipuðu þau Aðalsteinn Þorvaldsson, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir og Sigríður Hjálmarsdóttir og var þeim mikill vandi á höndum með að velja bestu hurðirnar.

Þessi frumlegi og skemmtilegi snjókarl prýddi hurðina sem hlaut þriðju verðlaun.

 Auk verðlauna fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni voru aukaverðlaun í boði KRUMS og var það hurð að stofu U7 sem hlaut þau verðlaun.

Það var þetta stílhreina og listræna jólatré sem hlaut aukaverðlaun frá KRUMS

Fleiri myndir frá Jólahurðasamkeppninni má finna inni á facebook síðu Grundarfjarðarbæjar