Ætlunin er að opna skíðalyftuna seinnipartinn í dag. Til þess að það verði hægt vantar okkur fólk til þess að starfa við lyftuna. Þeir sem geta séð af 1-2 klukkutímum og verið við lyftuna eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið umfg@grundo.is eða hringja í síma 863-0185. Gjaldið í lyftuna verður 300 kr fyrir börn og 500 kr fyrir fullorðna. Við stefnum á að hafa lyftuna opna um helgina ef veður leyfir en eins og áður segir er það ekki hægt nema með aðstoð ykkar. Við viljum svo hvetja alla til þess að sýna nærgætni og fara varlega.

Við viljum líka minna á bókina "vinir skíðalyftunnar"  sem er í Landsbankanum í Grundarfirði 191-05-1258 kennitalan er 630189-2689.