Þeir sem fengu nýjar bækur fyrir 4. jan. mega drífa sig að lesa og skila þeim. Þær hafa flestar 14 daga skilafrest og aðrir lesendur bíða spenntir eftir þeim. Þetta á við um barnabækur líka þó að þær hafi allar 30 daga skilafrest.

Látum nýju bækurnar ganga svo að sem flestir komist til að lesa þær næstu mánuðina.

Sérstaklega þarf að skila bókunum sem eru lánahæstar eins fljótt og hægt er. Þeirra á meðal eru bækur eftir Arnald Indriðason, Birgittu H. Halldórsdóttur, Danielle Steel, Kristínu Marju Baldursdóttir (Karítas) og Þráinn Bertelson, bækurnar um Kaftein ofurbrók og Skúla skelfi, Fíusól, Harry Potter og Galdrastelpurnar. Gæsahúð og sögurnar úr Njálu eru líka mjög vinsælar. Aðrar bækur sem lánast mjög vel út eru bækurnar um Benedikt búálf, Gralla gorm og Da Vinci lykillinn.