Á mánudaginn spilaði 3.fl kvenna UMFG við Ægir frá Þorlákshöfn og unnu stelpurnar okkar leikinn 5-2. Hafdís Lilja og Kristín voru báðar með 2 mörk og Diljá skoraði 1. Í gær þriðjudag var leikur í 4.fl karla og spiluðu strákarnir okkar við lið Breiðabliks leikurinn endað með sigri Breiðabliks 0-5. Stelpurnar í 4.fl spiluðu á Selfossi í gær og töpuðu báðum leikjunum. A liði tapaði 2-6 og B liði 1-4. Mörk A liðsins gerðu Helga Rut og Laufey Lilja en mark B liðsins gerði Björg.

Gengi okkar liða hefur verið ágætt það sem af er Íslandsmótinu. 11.júní spilaði 3.fl kv við Hamar og vann 11-1.  18.júní spiluð stelpurnar í 3.fl við Þrótt Vogum og unnu þann leik 7-3 en lið Þróttar V hefur dregið sig úr keppni þannig að við töpum þeim stigum en glæsilegur árangur hjá 3.fl kv.

4.fl kv A spilaði við UMF Bessastaði 15.júní og tapaði 0-3, 4.fl b gerði jafntefli í UMF Bessastaði 3-3. Þann 22.júní spilaði 4.fl kv A við ÍR og endaði sá leikur með því að við töpuðum 5-7,B liðið tapaði einnig á móti ÍR og endaði leikurinn 3-4.