Á sunnudaginn kemur, 9. júlí, er von á skútum til Grundarfjarðar vegna siglingakeppninnar Skippers d'Islande. Koma þessara frönsku skútna mun setja talsverðan svip á bæjarlífið og enn er dagskráin að mótast en þannig er hún í stórum dráttum:

 

Sunnudagur 9. júlí

Kl. 14. Gert er ráð fyrir að skúturnar komi til Grundarfjarðar um kl. 14. Það fer þó eðlilega eftir veðri. Fólk er hvatt til að koma í þjóðbúningum niður á Stóru-bryggju og taka á móti keppendum.

Kl. 20. Grillveisla fyrir bæjarbúa og franska gesti við Sögumiðstöðina.

 

Mánudagur 10. júlí

Á mánudeginum er engin formleg tímasett dagskrá en þá verður bæjarbúum boðið að skoða einhverjar skútur. Nánar kynnt síðar.Frakkarnir fara í soðunarferð um bæinn og líta inn í fiskvinnslufyrirtæki.

Kl. 10.30. Skoðunarferð í Láka.

Kl. 13.30. Skoðunarferð í  Guðmund Runólfsson hf.
 

Þriðjudagur 11. júlí

Kl. 13. Frakkarnir fara í skoðunarferð í kringum Jökul.

Kl. 20. Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju með Tómasi Guðna Eggertssyni organista.

Kl. 22. Gummi í Sálinni hans Jóns míns spilar á Kaffi 59

 

Miðvikudagur 12. júlí

Kl. 14. Steinkross frá Paimpol verður reistur á Grundarkampi.

Kl. 17. Seinni hluti siglingakeppninnar, frá Grundarfirði til Paimpol, hefst. Fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningum, ekki síst karlar.