Sigurbjartur Loftsson byggingafræðingur hefur verið ráðinn

til starfa sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar- og Stykkishólmsbæjar og hóf hann störf 1. júlí sl. Var hann ráðinn úr hópi 14 umsækjenda.

 

Sigurbjartur er húsasmíðameistari og byggingafræðingur frá Vitus Bering tækniskólanum í Horsens, Danmörku. Hann er jafnframt löggiltur mannvirkjahönnuður.

 

Síðastliðin sjö ár hefur Sigurbjartur starfað hjá Batteríinu sem byggingafræðingur og verkefnisstjóri hönnunar, útboða og framkvæmda.

 

Viðvera skipulags- og byggingarfulltrúans í Grundarfirði verður miðvikudaga og fimmtudaga á opnunartíma bæjarskrifstofu, milli kl. 10:00-14:00.

Netfang: bygg@grundarfjordur.is