Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

 

 

Skipulags- og matslýsing - Athafnasvæði á Framnesi og hafnarsvæði.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði).

Lýsingin er sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin er til sýnis á vef sveitarfélagsins og á bæjarskrifstofunni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér efni hennar. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. 

Skipulagslýsingin verður kynnt sérstaklega á opnu húsi, sem haldið verður þriðjudaginn 13. desember kl. 17-18 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði en auk þess verður lóðarhöfum á Framnesi boðið til sérstakra samráðsfunda á kynningartímanum.

Ábendingar varðandi skipulagslýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 21. desember 2022 að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is, merkt „Skipulagslýsing, Framnes og hafnarsvæði“.


Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar