- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skipulagstillaga fyrir Deiliskipulag Framness austan við Nesveg
Grundarfjarðarbær leggur hér fram tillögu að nýju deiliskipulagi "Framnes austan við Nesveg", innan hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar, til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga. Þetta er heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi, "Framnes, austan Nesvegar, reitir 6 og 9" frá 2008 m.s.br. sem fellur úr gildi við samþykkt þessa deiliskipulags.
Markmið Grundarfjarðarbæjar með gerð þessa nýja deiliskipulags eru að:
Deiliskipulagstillaga þessi hefur áður fengið skipulagsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga, sem mál nr. 2023/703 í skipulagsgátt, https://skipulagsgatt.is/issues/2023/703. Þá var deiliskipulagssvæði þetta hluti nýrrar deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta Grundarfjarðarhafnar. Ekki náðist að birta gildistöku deiliskipulagsins fyrir norðurhluta Grundarfjarðarhafnar í B-deild Stjórnartíðinda innan tilskildra tímamarka, skv. 42. gr. og því þarf að hefja málsmeðferð þessa að nýju skv. 41. gr.
Þar sem nokkur tími hefur liðið síðan deiliskipulagið fyrir norðurhluta Grundarfjarðarhafnar var unnið og talsverðar breytingar hafa orðið og eru fyrirsjáanlegar á starfsemi hafnarinnar og á hafnarsvæðinu, þá ákvað Grundarfjarðarhöfn að höfðu samráði við Grundarfjarðarbæ, að láta vinna nýtt deiliskipulag fyrir Grundarfjarðarhöfn sem tæki yfir hluta þess svæðis, sem féll undir deiliskipulagstillögu fyrir norðurhlutann. Það deiliskipulag er nú í vinnslu og mun heita Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar í skipulagsgátt.
Sú deiliskipulagstillaga sem nú er auglýst fyrir Framnes austan við Nesveg, nær því einvörðungu yfir hluta þess svæðis sem upphaflegt deiliskipulag fyrir norðurhluta Grundarfjarðarhafnar náði yfir. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar.
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes austan við Nesveg er nú auglýst aftur skv. 41. gr. skipulagslaga, sjá fyrri málsmeðferð í skipulagsgátt, mál nr. 2023/703.
Deiliskipulagstillaga þessi er einnig auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1193, í Skessuhorni, í Lögbirtingarblaðinu og er til sýnis í ráðhúsi Grundarfjarðar og á bókasafni í Sögumiðstöð.
Tillagan er auglýst á tímabilinu 14. október - 2. desember 2025. Ábendingar og athugasemdir við lýsinguna skulu berast í síðasta lagi 2. desember 2025 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Grundarfirði, 14. október 2025,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar