Í kjölfar íbúaþings Grundfirðinga skipaði bæjarstjórn stýrihóp til að gera tillögur um hvernig unnið yrði úr niðurstöðum íbúaþingsins um skipulagsmál. Hópurinn hefur verið að störfum og m.a. rætt áherslur og forgangsröðun í skipulagsmálum.

 

Áherslur hópsins hafa verið þær að fara sem fyrst í skipulag íbúðahverfis vestast við Grundargötu, ofanverða, en það er í samræmi við tillögur umhverfisnefndar. Ennfremur er mikill áhugi á að taka fljótt fyrir hugmyndir um breytingar á miðbæjarskipulagi til eflingar miðbæjar. Einnig að horfa til framtíðar á íþróttasvæðinu með nýja sundlaug og aðra framtíðaruppbyggingu í huga.

 

Á fundi bæjarráðs þann 30. júní sl. var bæjarstjóra falið að leita að sérfræðingi, arkitekt/skipulagsfræðingi(um), til að starfa með skipulagsyfirvöldum að hönnun/skipulagi nýs íbúðahverfis við vestanverða Grundargötu og hugsanlega frekari verkefnum. 

 

Stýrihópurinn er skipaður 3 bæjarfulltrúum og formanni umhverfisnefndar, auk þess sem skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri vinna með stýrihópnum. Hópurinn mun skila bæjarstjórn fleiri hugmyndum um úrvinnslu íbúaþings og verða þær kynntar síðar.