Helgi Helgason og Gunnar P. Gunnarsson fara yfir stöðu mála
Undanfarið hafa Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi Vesturlands og Gunnar Pétur Gunnarsson umsjónarmaður fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ verið á ferð um sveitina til þess að gera skoðun á ástandi og frágangi rotþróa en slík skoðun hefur þegar verið gerð í þéttbýlinu. Auk skoðunar á sveitabæjum var einnig gerð skoðun á einstökum sumarhúsum.

 

Þessi skoðun var m.a. gerð í þeim tilgangi að fá heildar yfirsýn yfir stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu, en einnig er þetta liður í verkefnaáætlun “Staðardagskrár 21”, en sveitarfélagið hefur þar sett sér ákveðin markmið varðandi umhverfismálin almennt.