Berglind Rósa skammtar Sigurbjörgu Pétursd. á diskinn

Haustið 2003 var í fyrsta skipti boðið upp á heitan mat í hádeginu fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólans. Veitingahúsið Kaffi 59 sér um matseldina og þykir fyrirkomulagið ganga mjög vel. Um 127 eru nú skráðir í mat. Þær stöllur í Kaffi 59 koma með matinn í skólann og skammta nemendum á diska, en nemendur matast í skólastofum sínum.  Meðfylgjandi eru myndir frá hádegissnæðingi nú í febrúar.

Það voru kjötbollur á boðstólum þegar ljósmyndara bar að garði. Hér eru nemendur í heilsdagsskóla í hádegismat.

Rebekka Hlíðkvist Ingadóttir og Heimir Þór Ásgeirsson, Anna Aðalsteins í Kaffi 59 fylgist með