Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í íþróttahúsinu fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 18:00. Opið hús verður í skólanum frá kl. 16:00 þar sem verk nemenda verða til sýnis og foreldrafélagið verður með kaffisölu. Sýningin og kaffisalan verður opin fram að skólaslitum og aftur eftir þau.

 

Foreldrar og aðrir velunnarar skólans velkomnir!
Skólastjóri