Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar

Í dag, fimmtudaginn 5. júní 2003, verða skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar skólaárið 2002-2003. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 18.00.

350 milljónir hjá Byggðastofnun

Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af var Byggðastofnun falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna.

Stofnunin hefur auglýst fyrsta áfanga verkefnisins, en þar verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti.

Byggðastofnun mun fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í höfuðatvinnugreinunum, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu, ásamt tengdum greinum.

Á vef Byggðastofnunar, www.bygg.is, var auglýst þann 2. maí sl. að tekið yrði á móti umsóknum frá og með 1. maí 2003 til 31. ágúst 2003 eftir því sem hér segir:

Á tímabilinu 1. maí til 30. júní á sviði sjávarútvegs og tengdra greina.

Á tímabilinu 1. júní til 31. júlí á sviði iðnaðar, landbúnaðar, líftækni, upplýsingatækni og tengdra greina.

Á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst á sviði ferðaþjónustu og tengdra greina.

Hlutafjárkaup geta í einstökum verkefnum orðið að hámarki 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í hverju verkefni.

Þessa frétt má finna í heild sinni á vef Byggðastofnunar með því að smella hér.

Frekari upplýsingar um verkefnið sjálft, reglur, umsóknareyðublöð og fleira má finna með því að smella hér.

Er þetta eitthvað sem þú getur nýtt þér, lesandi góður, þér eða þínu fyrirtæki til framdráttar?