Frá hausti 2013 hefur verið unnið að gerð skólastefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Nú liggja drög skólastefnunnar fyrir og íbúum gefst tækifæri til að kynna sér þau og koma með athugasemdir og ábendingar.

En hvað er skólastefna?

"Skólastefna er leiðarvísir um skólastarf í sveitarfélaginu. Gerð skólastefnu snýst um að skilgreina leiðir til að sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og starfsfólk skólanna og aðrir hagsmunaaðilar geti rækt hlutverk sitt, unnið í samræmi við gildi og náð þeirri framtíðarsýn sem stefnt er að. Í skólastefnunni felst að dregin er fram sérstaða sveitarfélagsins og þær áherslur í skólamálum sem íbúar hafa komið sér saman um. Stefnan sjálf breytir ekki skólunum heldur myndar hún grundvöll fyrir ákvarðanatöku og skýrir hvaða leiðir ákveðið er að fara til að ná ætluðum árangri."

Meðfylgjandi eru drög að skólastefnu sem eru enni til umræðu í stýrihópi og verða afgreidd þaðan til bæjarstjórnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum og tillögum er 31. mars nk. Tekið ver við athugasemdum í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.

Drög að skólastefnu