Skrefagjald vegna sorphirðu

Frá áramótum verður innheimt svokallað skrefagjald vegna sorphirðu ef sækja þarf tunnur lengra en 15 metra frá lóðamörkum.

Í gjaldskrá Grundarfjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs er kveðið á um að bænum sé heimilt að innheimta skrefagjald ef sorpílát er lengra en 15 metum frá lóðamörkum. Þessi gjaldskrá tók gildi um áramótin 2024. Gjaldið var þó ekki lagt á í fyrra. Markmiðið með þessu gjaldi er að auðvelda sorphirðufólki vinnuna og stytta tímann sem tekur að losa heimilissorp.

Skrefagjaldið er 50% á hvert ílát. Það þýðir að á heimili þar sem eru fjórar hefðbundar tunnur og þær eru staðsettar meira en 15 metrum frá lóðamörkum þá bætist við skrefagjald vegna allra tunnanna upphæð 25.550 kr. á ári.

Skrefagjaldið er lagt á með fasteignagjöldunum sem send verða út nú um mánaðarmótin

Sjá gjaldskrá hér