Hefur þú áhuga á að vinna við skrifstofustörf eða viltu efla þig í starfi?

Fyrsta staðlota í Borgarnesi áætluð 6. -7.  febrúar 2015.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands stefnir á  að fara af stað með  Skrifstofuskólann  í janúar 2015.  Skrifstofuskólinn er 160 klukkustunda nám ætlaður fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu að baki, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því.

Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu-  og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu  jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.  Meta má námið til að allt að 18 eininga í framhaldsskóla.

Kennslufyrirkomulag;

Námið fer fram í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi. Nnemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og samskiptaforritið Lync og svo hitta þeir  kennara og samnemendur  í staðlotum í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað þannig að nemendur geta að hluta til stýrt sjálfir hvenær þeir leggja stund á námið og því hentar það vel með vinnu.  Með því að bjóða upp á þessa kennsluaðferð er verið að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda.

Námsgreinar eru t.d verslunarreikningur,  bókhald, tölvu og upplýsingaleikni, tölvubókhald og enska.

Verð; 46.000 Hægt er að sækja um styrk til fræðslusjóða stéttarfélaga

Nánari upplýsingar og skráning hjá;  Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri og á facebook síðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.  Sími; 8951662, netfang; helgalind@simenntun.is