Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar og er þetta í ellefta skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín.

Þessi glæsilegi hópur barna og starfsfólks af Sólvöllum og Eldhömrum fór í skrúðgöngu um Grundarfjörð í tilefni dagsins.