Mjög slæm veðurspá er fyrir aðfaranótt nk. sunnudags, 5. nóvember, allt að 50 m/s í hviðum. Íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja eru minntir á að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum sínum þannig að þeir fjúki ekki og valdi tjóni. Jarðvinnuverktakar eru jafnframt minntir á að ganga frá lausu jarðefni á þeirra vegum innan bæjarins.