Myndir: Mateusz Moniuszko

Miðvikudaginn 19. maí sl. var vatnsöflunaræfing hjá Slökkviliði Grundarfjarðar. Í ljósi mikillar hættu á gróðureldum nú um stundir, er nauðsynlegt að skerpa á vatnsöflun í dreifbýli, með æfingu. 

Meðfylgjandi myndir eru frá vatnsöflunaræfingu slökkviliðsins sl. miðvikudag.