Nesbyggð ehf. gaf Slökkviliði Grundarfjarðarbæjar og slökkviliði Snæfellsbæjar gamla húsið að Búlandshöfða til slökkviliðsæfinga. Laugardaginn, 9. mars sl. var síðan farið í æfingar og úr varð mikil og góð æfing fyrir slökkviliðsmenn.

Slökkviliðin vilja koma fram þakklæti til eigenda Nesbyggðar ehf. fyrir góða gjöf sem nýttist þeim vel við æfingar.