- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag 1. febrúar fór Slökkvilið Grundarfjarðar í heimsókn á 5 ára deild leikskólans, Eldhamra. Krakkarnir horfðu á fræðslumyndband með Loga og Glóð sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru svo með sýnikennslu á því hvað er gert þegar mikill reykur kemur og þarf að leita að fólki. Að lokum var farið í slökkvistöðina og fengu þau að skoða bílana og búnaðinn sem er til þar og prufa að setjast í bílana. Þetta vakti mikla lukku hjá krökkunum sem voru hæst ánægð með þetta og fróðari um hvað á að gera ef að það kemur reykur eða eldur. Börnin fá svo öll viðurkenningarskjal og þrautabók þar sem að Logi og Glóð hjálpa þeim að leysa eldvarnartengdar þrautir.