Slökkviliðið mætti á starfsmannafund í leikskólanum mánudaginn 26. mars sl. til þess að kenna starfsmönnum notkun eldvarnarteppa og slökkvitækja.  Áður höfðu starfsmenn farið  yfir neyðaráætlun  leikskólans og haldin var æfing í viðbrögðum þeirra við bruna og hvernig rýma eigi skólann.   Mikilvægt er að rifja þetta reglulega upp og einnig er þetta liður í árlegri símenntun starfsmanna.