Vátryggingafélag Íslands hf. hefur tekið að sér að slysatryggja öll börn að 18. ára aldri (0 - 17 ára) sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða annarri skipulagðri starfsemi í Grundarfjarðarbæ.  Vátryggingin tekur til skipulagðrar starfsemi, t.d. íþróttaæfinga og keppni ásamt tilheyrandi ferðum innanlands á vegum viðkomandi félaga.  Tryggingin nær yfir margvíslega skipulagða starfsemi svo sem æfinga og keppni á vegum UMFG  og Snæfellings, æskulýðsstarfsemi kirkjunnar, starfs unglingadeildar björgunarsveitarinnar, mótórkrossæfinga, unglingastarfs Hesteigendafélagsins og fleira.  VÍS hf. mun veita þessa tryggingavernd án endurgjalds fyrir Grundarfjarðarbæ á samningstímanum.  Fulltrúar VÍS hf. munu í vor kynna þennan tryggingasamning og skilmála hans sérstaklega fyrir forsvarsmönnum þeirra félaga sem um ræðir.