Í kvöld kl 20:30 verður slysavarnardeildin Snæbjörg endurvakin. Fundurinn verður i Björgunarsveitarhúsinu. Slysavarnardeildir eru starfræktar víða um landið. Starfsemi deildarinnar hér í Grundarfirði hefur legið niðri í nokkur ár og er því komin tími á að endurvekja deildina. Á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is má finna upplýsingar um starfsemi slysavarnardeildanna almennt.