Nú á mánudaginn hefst sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 1997-2005. Námskeiðið stendur til föstudags og er munu þátttakendur smíða kofa á besta stað í bænum. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið á bæjarskrifstofu, sem og önnur námskeið sem í boði eru. Fyrir þá sem ekki komast verður haldið annað smíðanámskeið í lok júlí.