Miðvikudaginn 5. febrúar var slysavarnardeildin Snæbjörg endurvakin.

Fram kom á fundinum að síðasti formlegi fundur hafi verið árið 1992 og að

samkvæmt félagatali Landsbjargar þá eru 82 félagar skráðir í deildina.

Ákveðið var að halda aðalfund miðvikudaginn 5.mars og undirbúningsfund í kvöld 18. febrúar kl 20:30 Björgunarsveitarhúsinu.

Fyrsta verk deildarinnar eftir endurvakninguna var að gefa leik-og grunnskólanemum endurskinsmerki. Var þeim vel tekið enda ekki alltaf hægt að velja sér endurskinsmerki með hauskúpum, kórónum, bílum eða draugum.

Við viljum hvetja sem flesta til að mæta á fundinn í kvöld. Ef einhver er með gögn frá fyrri starfsárum deildarinnar er alveg kjörið að mæta með þau á fundinn í kvöld.

Stelpur í 9.bekk velja sér merki

Stelpur í leikskólanum velja sér merki