- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Undanfarið hefur snjóað meira í Grundarfirði en menn eiga að venjast síðustu ár. Eins og við er að búast eru skoðanir manna um moksturinn mjög skiptar. Sumum finnst illa mokað á meðan öðrum finnst mokað hóflega eða jafnvel of mikið. Í þessu er reynt að fara hinn gullna meðlaveg, en seint mun snjómokstur uppfylla ýtrustu kröfur allra.
Íbúar eru beðnir að sýna því skilning að við núverandi ástand er erfitt að halda öllum götum færum fyrir alla bíla. Þá er útilokað að moka gangstíga og gangstéttir við þessar aðstæður. Ökumenn eru sérstaklega beðnir að sýna gangandi vegfarendum tillitssemi, því gangstéttir eru víðast ófærar. Miklir snjóruðningar eru við gatnamót og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát þar sem snjóruðningar hindra útsýni.
Meginmarkmið með snjómokstri er að minnka þau óþægindi sem snjór veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi. Markmiðið er ekki að halda götum hreinum, heldur að gera íbúum kleift að komast ferða sinna með viðunandi hætti.
Þéttbýli Grundarfjarðar er skipti upp í tvö forgangssvæði:
Snjómokstur á göngustígum er þannig að fyrst eru mokaðar fjölfarnar gönguleiðir sem liggja að skólum. Þar á eftir eru aðrar fjölfarnar gönguleiðir mokaðar. Þegar hálku gætir eru þær hálkuvarðar. Þegar snjómagn er mikið getur verið illmögulegt og jafnvel útilokað að moka gangstéttir og stíga.
Vegagerðin er veghaldari á þjóðveginum utan þéttbýlis. Snjómokstursáætlun er að sjá á heimasíðu Vegagerðarinnar. Stjórn snjómokstursins er alfarið á vegum Vegagerðarinnar.
Aðrar upplýsingar varðandi snjómokstur:
Hafa ber í huga að þessar reglur eru viðmiðunarreglur og ber að líta á þær sem slíkar. Fátt er jafn breytilegt og veðurfar og snjóalög.
Allar ábendingar um snjómokstur eru vel þegnar og skulu tilkynnast til verkstjóra áhaldahúss Grundarfjarðar í síma 6914343 eða í netfangið ahaldahus@grundarfjordur.is. Einnig má koma ábendingum til bæjarskrifstofunnar í síma 4308500 eða í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.
Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa sveitarfélagsins að sýna þolinmæði og tillitssemi við þessar kringumstæður.