Byggingarfulltrúinn í Grundarfirði f.h. bæjarstjórnar Grundarfjarðar, óskar eftir tilboðum í snjómokstur í Grundarfirði.

 

Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í þéttbýli Grundarfjarðar með þar til gerðu moksturstæki, snjóplóg eða snjóskóflu.  Einnig felst verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki.  Útboðs- / samningstímabilið nær til þriggja ára, frá desember 2003 til júní 2006.  Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar frá og með föstudeginum 12.12.´03.

 

Tilboðum skal skila eigi síðar en föstudaginn 19.12.´03, kl. 13:30á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30.  Tilboðin verða opnuð á sama stað og tíma. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Byggingarfulltrúi veitir upplýsingar, óski bjóðendur eftir nánari skýringum varðandi útboðið.