Það vorar snemma þetta árið! Undan snjónum kemur ýmislegt, s.s. rusl og drasl í görðum og á opnum svæðum. Og þá er ekkert annað að gera en að hefja vorverkin.

Í síðustu viku fór her unglinga úr 9. bekk um þéttbýlið í hreinsunarferð fyrir Grundarfjarðarbæ og var það um leið fjáröflunarferð vegna væntanlegrar Frakklandsferðar. Krakkarnir skiptu með sér hverfum og náðu að safna töluverðu magni af rusli af götum, gangstéttum og opnum svæðum.

Ætlunin er að taka sérstaklega vel á því í hreinsun og snyrtimennsku í sumar og nú er komið að fyrstu skipulögðu hreinsunarferðinni.

Tökum næstu daga í að hreinsa garða og umhverfi okkar og gerum bæinn snyrtilegan fyrir páskana!

 

Starfsmaður áhaldahúss verður á ferðinni mánudaginn 21. mars n.k. og hirðir rusl af lóðamörkum. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að koma rusli af lóðum sínum í sorppoka og koma þeim út fyrir lóðina.

 

Ef óskað er upplýsinga um hreinsunina má hafa samband við bæjarverkstjóra í s: 691-4343.