Þessi flottu systkin, Aron Leví og Klara Dögg Tryggvabörn, héldu tombólu til að safna fyrir vatnsrennibraut í Sundlaug Grundarfjarðar. Alls söfnuðu þau 4.110 krónum og stendur nú sjóðurinn í 130.000 krónum.

Klara Dögg og Aron Leví fóru í gegnum dótið sitt og völdu úr því það sem fara mátti á tombóluna. Þeim fannst það ekkert svo erfitt. Það hafi hins vegar tekið dálítið á að standa svona lengi fyrir utan Samkaup til að selja dótið.

Flottur árangur hjá þessum ungu dugnaðarforkum og þakkar Grundarfjarðarbær þeim fyrir styrkinn.