Sögumiðstöð – einstakt tækifæri

Þann 16. maí sl. sendi undirbúningsnefnd vegna stofnunar sögumiðstöðvar erindi til 102ja fyrirtækja, rekstraraðila og félagasamtaka, aðallega í Grundarfirði. Þar var gefinn kostur á að taka þátt í uppbyggingu sögumiðstöðvar, samfélagslegu verkefni, sem hlotið hefur víðtæka kynningu að undanförnu.

Óskað var eftir svörum fyrir 25. maí og vill undirbúningsnefnd þakka þeim aðilum kærlega fyrir sem þegar hafa svarað. Enn vantar þó töluvert af svörum og á næstu dögum mun undirbúningsnefnd hringja/láta hringja í þá aðila sem ekki hafa svarað.

En hvað þýðir sögumiðstöð fyrir Grundfirðinga?

 

Með stofnun sögumiðstöðvar gefst einstakt tækifæri til uppbyggingar atvinnutækifæra og almennrar eflingar samfélagsins okkar. Sögumiðstöð er ætlað að vera lifandi miðstöð sem m.a. miðlar upplýsingum um sagnaarf, menningu og lífshætti fólksins á svæðinu. Hún á að vera krydd og upplyfting í bæjarlífinu, auk þess að hafa efnahagsleg áhrif, s.s. með nýjum störfum, auknum viðskiptum fyrir heimafyrirtækin og þar með eflingu samfélagsins í heild. 

 

 

Einstaklingar geta einnig verið með og er bent á að hafa samband við bæjarskrifstofu, netfang bjorg@grundarfjordur.is eða í síma 438 6630.

 

 

 

Grundfirðingar! Verum með og styrkjum eigin hag!