Vegna breyttrar starfsemi í Eyrbyggju sögumiðstöð efndi Grundarfjarðarbær til samkeppni um nýtt nafn á húsið. Markmið samkeppninnar var að fá nafn sem myndi fanga starfsemi hússins. Húsið þjónar hlutverki upplýsinga- og menningarmiðstöðvar bæjarins. Bókasafnið skipar stóran sess í vetrarstarfi hússins ásamt samverustundum ýmissa félaga í bænum. Ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og Eyrbyggja sögumiðstöð eiga sinn stað í húsinu. Eyrbyggja Sögumiðstöð ber ábyrgð á sýningahaldi tengdu uppbyggingu og sögu Grundarfjarðar.  Alls bárust 49 hugmyndir frá 23 aðilum. Mikill meirihluti innsendra tillagna hljóðaði upp á að húsið héldi nafninu Sögumiðstöðin.

 

Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sem haldinn var 13. mars síðastliðinn. Þar var samþykkt samhljóða að nafn upplýsinga- og menningarmiðstöðvar Grundarfjarðar yrði Sögumiðstöðin.