Námskeið um möguleika íslenskra fyrirtækja til að sækja um styrki úr evrópskum rannsókna- og þróunaráætlunum verður haldið þriðjudaginn 12. júní kl. 9-16. Innan 7. rammaáætlunar ESB eru undiráætlanir sérsniðnar að þörfum smærri fyrirtækja sem munu útdeila 467,5 milljörðum íslenskra króna í styrki á næstu árum.

Fyrirlesari er Dr. Sigurður G. Bogason, framkvæmdastjóri MarkMar ehf. (www.markmar.is) en hann hefur mikla reynslu af styrkjáætlunum Evrópusambandsins bæði sem vísindafulltrúi hjá Framkvæmdastjórn ESB og umsækjandi styrkja.

Námskeiðsgjald 20.000 krónur og innifalið er námskeiðsgögn, kaffi og hádegismatur.

Skráning á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 í síðasta lagi föstudaginn 8. júní.