Hófust þeir á þriðjudag með undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna. Gólið er hún kölluð, atriðin voru sjö hvert öðru betra og kynnarnir Jón Sindri og Gústaf Alex hinir hressustu.  Vinningsatriðið í ár var fallegur söngur Lilju Margrétar Riedel frá Stykkishólmi en hún söng lagið Autumn leaves  með undirspili  Ólafar Rutar á þverflautu og Þorkels Mána á flygil.  

Í gær og í dag  var svo brotið upp hefðbundið skólastarf og nemendur skelltu sér m.a. í hellagöngu, stomp, dans, póker, félagsvist, söng, og margt fleira.  Í lok miðvikudags voru snæddar sólarpönnukökur og í dag var grillað. Nú í kvöld  er svo endapunktur sólardagana,  árshátíð skólans. Haldin verður heljarmikil veisla og að henni lokinni er ball með hljómsveitinni  Á  móti sól.