Sorphirða - gerum greiðfæra leið fyrir tunnurnar okkar 

 

Þriðjudaginn 28. janúar verður tæming á tunnum fyrir blandaðan úrgang og fyrir lífrænan úrgang. Miðvikudaginn 29. janúar verða síðan tæmdar tunnur fyrir pappa/pappír og tunnur fyrir plast.

Færðin er orðin erfið núna og öll sorphirða verður þung í þannig aðstæðum. 

Íbúar eru því beðnir að moka frá tunnum og gera greiðfært fyrir þær að götu.  

Sé þungfært að tunnum er hætta á að ekki náist að losa þær. 

Að gefnu tilefni er bent á að maíspokar eiga ekki að fara í pappa- og plasttunnurnar. 

Plastpokar eiga heldur ekki erindi ofan í pappatunnuna - þar á bara að fara pappír og pappi, engir plastpokar. 

Nánari leiðbeiningar um flokkun og aðrar upplýsingar má finna hér.