Framkvæmdir standa nú sem hæst við gerð sparkvallar við Grunnskóla Grundarfjarðar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í ágúst og að völlurinn verði svo opnaður í haust. Gerð sparkvalla víða um land er átaksverkefni á vegum KSÍ.  

 

Sveitarfélögum var gefinn kostur á að sækja um og var Grundarfjörður einn af þeim stöðum sem samþykktir voru.

Á völlinn verður lagt gervigras sem er nýjung fyrir flesta fótboltaiðkendur hér í bæ. Það er KSÍ sem útvegar og lætur leggja gervigrasið, en sveitarfélagið sér um alla undirbyggingu vallarins og frágang, s.s. jarðvinnu, hitalagnir undir völlinn, girðingu og annan frágang.Á meðfylgjandi mynd er Friðrik Tryggvason, starfsmaður Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. að jarðvegsskipta fyrir vellinum. 

Sjá nánar um sparkvallaátakið hér