Námskeiðið er fyrir eldri og elsta hóp (árg. 2001-2004). Byrjum á hugstormun og hugmyndavinnu og förum í gegnum ferlið frá hugmynd að framkvæmd og lokaútkomu. Kynnumst einnig hugtakinu DIY (Do It Yourself), leitum hugmynda og hugstormum um okkar eigin útfærslur og leiðir, þar sem áhersla er á endurnýtingu og skapandi hugsun. Krakkarnir eru hvattir til þess að koma með eigin hugmyndir og óskir og unnið er út frá því.  Fjölmargar leiðir í boði í útfærslum á hugmyndum, til dæmis; perlugerð, endurnýting, notkun textílefna (hand– og vélsaumað), plexígler, prjón og hekl, tálgun og margt margt fleira!