Mæting við Hamrahlíð 9
Mæting við Hamrahlíð 9

Spjall kvöldsins verður með aðeins breyttu sniði þar sem Spjallarinn hún Helga Fríða færist aftur um viku.

Spjallarar kvöldsins eru því þorparar og þeir fara með okkur í óvissuferð og kannski tímaferðalag.

Allavega eru þeir með á hreinu að þar sem tveir …… koma saman þar er gaman, þar sem tvö tré koma saman þar er skógur og svo þar sem tveir hestamenn koma saman er hestamannamót.
Í kvöld koma fleiri en tveir spjallarar saman svo allt getur gerst og þið viljið ekki missa af því.

Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman þorparar og gestir og njótum stundarinnar saman. Vertu með!

Við hittumst fyrir framan Hamrahlíð 9